Tesla fjárfestir í bitcoin & Kjartan heimsækir Harmageddon

Margir ráku upp stór augu undir lok janúar þegar Elon Musk, ríkasti maður heims og framkvæmdastjóri bílaframleiðandans Tesla, breytti Twitter prófílnum sínum þannig að eina orðið sem þar stóð var #bitcoin.

Elon sendi einnig frá sér tíst þar sem hann sagði:

Sem þýðist lauslega yfir í: "Eftir á að hyggja, þá var það óhjákvæmilegt"

Miklar vangaveltur fóru af stað í netheimum um hvað nákvæmlega Elon átti við með því að senda frá sér slíkt tíst.

  • Var Elon sjálfur búinn að fjárfesta bitcoin?
  • Ætlar hann að fjárfesta bitcoin í gegnum fyrirtækin sín?
  • Var Elon bara að fíflast á Twitter líkt og hann hefur verið þekktur fyrir að gera?

Þessum spurningum, sem hafa brunnið á margra vörum síðastliðna daga, var loks svarað í gær þegar Fjármálaeftirlit bandaríkjanna, SEC, birti formlegt skjal frá Tesla þar sem þau opinberuðu fjárfestingu í bitcoin upp á einn og hálfan milljarð bandaríkjadala!

Gengi bitcoin hækkaði um það bil tuttugu prósent á einum degi í kjölfar þessara fregna enda um stórtíðindi að ræða. Það lítur út fyrir að Elon ætli að senda mannfólk til Mars og verðið á bitcoin til tunglsins!

Það er ljóst að þetta eru magnaðar fréttir fyrir rafmyntaheiminn og leiða má líkur að því að fleiri stórfyrirtæki munu fylgja í fótspor Tesla og fjárfesta í bitcoin á komandi mánuðum.

Verður 2021 ár bitcoin?


Kjartan heimsækir Frosta í Harmageddon + innslag í Reykjavík síðdegis

Kjartan Ragnars lögmaður, stjórnarmaður í Myntkaupum og nýskipaður framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs átti heldur betur annasaman dag í gær þegar hann mætti í útvarpsviðtal til Frosta og Mána í Harmageddon og einnig í viðtal á Reykjavík síðdegis.

Ef þig langar að hlusta á skemmtilegar samræður um hvað hefur gerst í heimi rafmynta síðustu misseri þá mælum við eindregið með Harmageddon viðtalinu. Það má finna með að smella hér.

Ef þig langar að hlusta á innslag Kjartans í Reykjavík síðdegis þá má finna það með því að smella hér.

Kjartan er einkar lunkinn við að útskýra bitcoin á mannamáli og segir skemmtilega frá. Við hjá Myntkaupum mælum með fyrrnefndum viðtölum fyrir alla þá sem vilja fræðast og læra meira um bitcoin.


Myntkaup appið og Myntkaup fyrir fyrirtæki

Margir hafa beðið með eftirvæntingu eftir Myntkaup appinu sem mun fara í loftið á næstunni. Við hjá Myntkaupum erum að leggja lokahönd á appið og erum að sjá til þess að það sé í hæsta gæðaflokki áður en það fer í loftið.

Við höfum fengið fjölda fyrirspurna frá íslenskum fyrirtækjum sem vilja fjárfesta í bitcoin og er það eitt af þeim verkefnum sem við erum að vinna ötullega að.

Búast má því við því að við getum tekið á móti fyrirtækjum á komandi mánuðum og munum við senda frá okkur tilkynningu þegar sú þjónusta verður sett á laggirnar.

Það er gríðarlegur meðbyr í heimi rafmynta þessa stundina og það verður spennandi að sjá til hvaða tíðinda mun draga næstu mánuðina.

Áfram og upp á við! 🚀 🌕

Patrekur Maron Magnússon,
Framkvæmdastjóri Myntkaupa

Mynd af höfundi

Patrekur Maron Magnússon

Patrekur er tölvunarfræðingur að mennt sem hefur mikinn áhuga á Bitcoin og bálkakeðjum. Patrekur stofnaði Myntkaup vegna þess að honum fannst vanta samastað fyrir Íslendinga til þess að geta fræðst um og stundað viðskipti með bitcoin og aðrar rafmyntir.