Kauptu og seldu Bitcoin á einfaldan hátt
Myntkaup býður þér upp á einfalda leið til þess að kaupa, selja og sjá um rafmyntirnar þínar.
Hvernig virkar Myntkaup?
Það er einfalt að byrja að stunda viðskipti! Þú skráir þig, leggur inn og kaupir.
Nýskráning
Þú nýskráir þig með rafrænum skilríkjum.
Innborgun
Þú leggur inn pening með bankamillifærslu, Netgíró eða Blikk.
Þú kaupir Bitcoin
Þú kaupir Bitcoin með einföldum hætti á góðu gengi.
Myntkaup í tölum
Myntkaup er vinsælasti staðurinn fyrir Íslendinga að versla með rafmyntir og ekki að ástæðulausu.
27ma
Velta frá upphafi
120.500
Fjöldi viðskipta frá upphafi
20.500
Fjöldi skráðra viðskiptavina
13
Fjöldi studdra rafmynta
Appið er einfalt í notkun
Myntkaup býður upp á virkni sem gerir það einfalt fyrir þig að byrja að stunda viðskipti.
Innborganir
Þú getur lagt inn með bankamillifærslu, Blikk eða Netgíró.
Úttektir
Auðvelt að taka út pening með bankamillifærslu.
Kaupa og selja
Þú getur skráð þig inn og stundað viðskipti á einfaldan máta.
Eignasafn
Auðvelt er að fylgjast með þróun eignasafnsins þíns.
Vinsælar rafmyntir
Hlaðvarp Myntkaupa
Algengar spurningar
Hvað er Myntkaup?
Myntkaup er vinsælasti íslenski rafmyntaskiptimarkaðurinn með yfir 20.000 Íslendinga skráða í viðskipti. Á Myntkaup getur þú lagt inn pening, keypt og selt bitcoin, ethereum, solana og fleiri rafmyntir. Þú getur einnig tekið út á þitt eigið rafmyntaveski eða selt og tekið peninginn aftur yfir á íslenska bankareikninginn þinn.
Hvernig legg ég pening inn á Myntkaup reikninginn minn?
Þú getur lagt inn pening með þremur leiðum á Myntkaup:
Bankamillifærsla. Millifært er inn á reikning 0301-26-027012, kt. 520717-0800. Meira en 90% af bankainnborgunum eru afgreiddar innan 15-20 mínútna. Bankainnborganir eru gjaldfrjálsar og eru afgreiddar alla daga ársins. Almennur þjónustutími er frá 09:00-23:59 en það kemur oft fyrir að bankainnborganir séu afgreiddar utan þess tíma.
Innborgun með Blikk eða Netgíró. Innborganir með Blikk og Netgíró eru afgreiddar sjálfvirkt og tafarlaust hvenær sem er sólarhringsins, en tekið er þjónustugjald fyrir þær innborganir samkvæmt gjaldskrá.
Rafmyntainnborgun. Þú getur lagt inn rafmynt með því að velja þá addressu sem er aðgengileg undir innborgunarflipanum í appinu eða á vefnum. Rafmyntainnborganir eru gjaldfrjálsar. Tíminn sem það tekur að staðfesta innborgun á tiltekinni rafmynt veltur á viðkomandi bálkakeðju. Nánar má lesa um rafmyntainnborganir hér.
Eruð þið með app?
Já, Myntkaup appið er mjög vinsælt á meðal viðskiptavina en þú getur sótt það með því að opna App Store/Play Store og leita að Myntkaup. Einnig finnurðu beinan hlekk á appið með því að smella hér.
Hvaða rafmyntir bjóðið þið upp á?
Sem stendur bjóðum við upp á Bitcoin, Ethereum, Solana, Avalanche (AVAX), Chainlink, USDC, Dogecoin, Shiba Inu, Cardano, Ripple (XRP), Polkadot, Sui & Hedera og það er á stefnuskránni að bæta við fleiri rafmyntum.
Er Myntkaup alltaf opið? Get ég alltaf lagt inn pening og stundað viðskipti?
Myntkaup er starfrækt allan sólarhringinn, alla daga ársins, alltaf. Kaup og sala eru sjálfvirk ferli. Sömuleiðis rafmyntainnborganir og innborganir með Blikk & Netgíró. Bankaúttektir og rafmyntaúttektir eru afgreiddar með samþykki starfsmanns af öryggisástæðum og þurfa því viðskiptavinir stundum að þola smávegis bið ef beðið er um bankaúttekt eða rafmyntaúttekt utan þjónustutímans (09:00-23:59).
Sæktu Myntkaup appið í dag
Með Myntkaup appinu geturðu keypt og selt Bitcoin, Ethereum, Solana og fleiri rafmyntir. Þú getur fylgst með gengi og eignastöðu í rauntíma á einfaldan hátt.
