Myntkaup er vinsælasti íslenski rafmyntaskiptimarkaðurinn með yfir 16.000 Íslendinga skráða í viðskipti. Á Myntkaup getur þú lagt inn pening, keypt og selt bitcoin og ethereum, tekið út á þitt eigið rafmyntaveski eða selt og tekið peninginn aftur yfir á íslenska bankareikninginn þinn.
Hvernig legg ég pening inn á Myntkaup reikninginn minn?
Þú getur lagt inn pening með þremur leiðum á Myntkaup:
Bankamillifærsla. Millifært er inn á reikning 0301-26-027012, kt. 520717-0800. Meira en 90% af bankainnborgunum eru afgreiddar innan 15-20 mínútna. Bankainnborganir eru gjaldfrjálsar og eru afgreiddar alla daga ársins. Almennur þjónustutími er frá 09:00-23:59 en það kemur oft fyrir að bankainnborganir séu afgreiddar utan þess tíma.
Aur innborgun. Aur innborganir eru afgreiddar sjálfvirkt og tafarlaust hvenær sem er sólarhringsins, en tekið er gjald fyrir þá innborgun samkvæmt gjaldskrá.
Rafmyntainnborgun. Þú getur lagt inn rafmynt með því að velja þá addressu sem er aðgengileg undir innborgunarflipanum í appinu eða á vefnum. Rafmyntainnborganir eru gjaldfrjálsar. Tíminn sem það tekur að staðfesta innborgun á tiltekinni rafmynt veltur á viðkomandi bálkakeðju. Nánar má lesa um rafmyntainnborganir hér.
Eruð þið með app?
Já, Myntkaup appið er mjög vinsælt á meðal viðskiptavina en þú getur sótt það með því að opna App Store/Play Store og leita að Myntkaup. Einnig finnurðu beinan hlekk á appið með því að smella hér.
Hvaða rafmyntir bjóðið þið upp á?
Sem stendur bjóðum við upp á Bitcoin, Ethereum, Solana, Avalanche (AVAX), Chainlink, USDC, Dogecoin & Shiba Inu og það er á stefnuskránni að bæta við fleiri rafmyntum og fastlega má búast við fleiri rafmyntum á Myntkaup á árinu 2025.
Er Myntkaup alltaf opið? Get ég alltaf lagt inn pening og stundað viðskipti?
Myntkaup er starfrækt allan sólarhringinn, alla daga ársins, alltaf. Kaup og sala er sjálfvirkt ferli. Sömuleiðis rafmyntainnborganir og Aur innborganir. Bankaúttektir og rafmyntaúttektir eru afgreiddar með samþykki starfsmanns af öryggisástæðum og þurfa því stundum að þola smávegis bið ef beðið er um bankaúttekt eða rafmyntaúttekt utan þjónustutímans (09:00-23:59).
Er Myntkaup öruggt?
Aðaláhersla Myntkaupa er öryggi viðskiptavina og góð þjónusta. Myntkaup hefur verið starfrækt frá 11. maí 2020 og fleiri en 16.000 Íslendingar treysta Myntkaupum.Allar eignir viðskiptavina eru geymdar einn á móti einum, það þýðir að fyrir hvert Bitcoin sem viðskiptavinur á, á Myntkaup að minnsta kosti eitt Bitcoin í undirliggjandi eign á móti. Myntkaup starfar samkvæmt skráningu Fjármálaeftirlitsins sem þjónustuveitandi sýndareigna og heyrir undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins.
Hvernig tek ég pening út af Myntkaup reikningnum mínum?
Þú getur bæði tekið rafmyntir út af Myntkaupsreikningi og fært það yfir á annað rafmyntaveski, hvort sem það er eigið veski eða kauphallarveski. Hægt er að smella á úttekt, velja síðan viðeigandi rafmynt og slá inn addressuna sem taka á út á. Mikilvægt er að ganga úr skugga um að veskisfangið (e. cryptocurrency address) sé rétt enda eru millifærslur á bálkakeðjum ekki afturkræfar. Eftir að óskað hefur verið eftir úttekt þarf að staðfesta úttektarbeiðnina í tölvupósti.
Sjá nánar hjálpargrein um málefnið með því að smella hér.
Telur Myntkaup sjálfkrafa fram á skattframtali fyrir mig?
Eignastaða þín á Myntkaupum í árslok er forskráð á skattframtal. Kaup þínar og sölur eru hins vegar ekki skráðar.
Ef ég á rafmyntir inn á Myntkaupum og vil fá íslenskar krónur inn á bankareikning, hvernig geri ég það?
Lítið mál er að fá greitt út á bankareikning en bankaúttektir eru afgreiddar fjórum sinnum á dag á þjónustutíma Myntkaupa (milli 09:00-23:59 alla daga vikunnar). Ef þú átt rafmyntir inn á Myntkaup reikningnum þínum þá þarftu að byrja á því að selja rafmyntina og þá skiptist rafmyntaeignin yfir í evrur eða dollara. Því næst biður þú um Úttekt ⇾ Bankaúttekt og slærð inn bankanúmer, höfuðbók og reikningsnúmer og færð lagt inn samdægurs samsvarandi fjárhæð í íslenskum krónum.
Sjá nánar hjálpargrein um málefnið með því að smella hér.
Hvað er Bitcoin?
Á Myntkaupsblogginu er að finna ýmsan fróðleik tengdan rafmyntum. Vinsælasta greinin frá upphafi er greinin Hvað er Bitcoin?. Í henni er svarað á ítarlegan og skiljanlegan hátt hvað Bitcoin er.
Þóknun af kaupum og sölum felst í gengismun. Þegar þú kaupir færðu tilboð með örlítið hærra verði en heimsmarkaðsverð Bitcoin eða annarrar rafmyntar er hverju sinni. Þegar þú selur færðu tilboð með örlítið lægra verði en heimsmarkaðsverð Bitcoin eða annarrar rafmyntar er hverju sinni. Þetta er nákvæmlega sama fyrirkomulag og bankarnir eru með við kaup og sölu gjaldmiðla.
Gjaldskrá Myntkaupa má finna með því að smella hér.
Eru falin gjöld á Myntkaupum?
Engin falin gjöld eru á Myntkaupum. Einu gjöldin sem tekin eru má sjá í gjaldskrá Myntkaupa. Þóknun sem tekin er fyrir kaup og sölu er tekin með gengismun, engin viðbótarþóknun er tekin. Algengt er að aðrar kauphallir feli gjöld með því að nefna hvergi gengismuninn (e. spread). Algengasta leiðin sem fólk notar til að leggja pening inn á erlendar kauphallir er með kredit- og debetkortum. Slíkum innborgunum fylgir almennt um 3-10% innborgunargjald hjá erlendum aðilum.
Af hverju ætti ég að skipta við Myntkaup frekar en erlendar kauphallir?
Á Myntkaupum er öll þjónusta skjótvirk, einföld og skilvirk. Sem dæmi er meira en 90% af bankainnborgunum afgreiddar innan 20 mínútna. Erlendis þekkist slíkt ekki. Fyrir vikið leggja flestir inn á erlendar kauphallir með kreditkortum og fylgja slíkum innborgunum almennt um 3-10% gjöld. Á Myntkaupum eru engin gjöld tekin af bankainnborgunum og eru þær afgreiddar á mjög skjótvirkan hátt alla daga ársins. Fyrir vikið velja mjög margir sem hyggjast eiga viðskipti á erlendum kauphöllum Myntkaup til þess að leggja inn íslenskar krónur, skipta þeim yfir í rafmyntir og færa síðan rafmyntirnar yfir á erlendar kauphallir. Það kemur einfaldlega betur út!
Er Myntkaup eftirlitsskyld starfssemi?
Myntkaup ehf. starfar samkvæmt skráningu sem þjónustuveitandi sýndareigna hjá Fjármálaeftirlitinu og er undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins.
Hvað er kalt veski og hvernig færi ég rafmyntir frá Myntkaupum yfir á kalt veski?
Kalt veski þýðir veski sem ekki er tengt internetinu, ólíkt heitu veski. Vinsælustu köldu veskin eru Ledger og Trezor. Enginn nema eigandi veskisins sjálfur getur komist í eignir veskisins að því gefnu að viðkomandi gæti þess að aðgangsupplýsingar séu ekki sýnilegar öðrum. Til þess að taka út á kalt veski þarf viðskiptavinur einfaldlega að biðja um rafmyntaúttekt á addressu veskisins.
Ég hyggst stunda viðskipti fyrir miklar fjárhæðir. Get ég fengið betri kjör en samkvæmt gjaldskrá?
Fyrir þá viðskiptavini sem hyggjast stunda viðskipti með miklar fjárhæðir bendum við á að hafa samband á myntkaup@myntkaup.is.