Myntkaup var stofnað snemma árs 2019 og hóf starfsemi í maí 2020. Markmið stofnenda Myntkaupa er að bjóða Íslendingum upp á einfalda og örugga leið til þess að stunda viðskipti með Bitcoin og aðrar rafmyntir. Við viljum stuðla að því að Íslendingar tileinki sér rafmynta- og bálkakeðjutæknina svo við verðum ekki eftirbátar annarra þjóða í þessum efnum.
Myntkaup býður upp á einfalt viðmót þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að nýskrá sig með rafrænum skilríkjum og leggja inn fjármuni á auðveldan máta svo hægt sé að byrja að stunda viðskipti hratt og örugglega. Myntkaup státar sig af því að bjóða upp á skjótvirkustu leiðina fyrir Íslendinga til þess að koma krónum í rafmyntir, en með Myntkaup appinu geturðu komið krónum í rafmyntir á örfáum mínútum alla daga ársins hvenær sem er sólarhringsins.
Myntkaup ehf. er rafmyntafyrirtæki sem starfar samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Myntkaup hlaut skráningu sem þjónustuveitandi viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla í apríl 2020 sbr. 35. gr. laga nr. 140/2018 og reglur nr. 535/2019.
- Fjöldi skráðra viðskiptavina: 16.000+
- Fjöldi fyrirtækja í viðskiptum: 250+
- Hlutfall lögráða íslendinga á Myntkaup:
u.þ.b. 4%
- Heildarvelta frá upphafi:
Yfir 20 milljarðar króna
Patrekur er tölvunarfræðingur að mennt sem hefur mikinn áhuga á Bitcoin og bálkakeðjum. Patrekur stofnaði Myntkaup vegna þess að honum fannst vanta samastað fyrir Íslendinga til þess að geta fræðst um og stundað viðskipti með bitcoin og aðrar rafmyntir.
Kjartan er lögfræðingur og hefur tekið þátt í starfi Myntkaupa allt frá upphafi. Hann situr í stjórn félagsins og er einn af hluthöfum þess. Kjartan hefur umtalsverða reynslu af því að fjalla um Bitcoin á opinberum vettvangi, einkum í útvarpsviðtölum og hlaðvarpsþáttum.
Magnús er verkfræðingur með yfir 15 ára reynslu úr fjármálageiranum á sviði áhættu- og eignastýringar. Hann vann við áhættustýringu í Búnaðarbankanum og Kaupþingi og tók síðan við sem forstöðumaður áhættustýringar hjá Sparisjóðabankanum (Icebank). Hann starfaði síðan fyrir skilanefnd og slitastjórn bankans eftir að bankinn fór í slitameðferð við eignaumsýslu eigna bankans og bar ábyrgð á fjárstýringu þrotabúsins ásamt öðrum verkefnum.